Bók & sjónvarpsþættir
Thursday
Jan192012

Pistlar í útvarp

Frá nóvemberbyrjun 2011 hefur Breki Karlsson verið með fasta vikulega pistla í útvarpsþættinum Samfélaginu í nærmynd á Rás1. Hér er hægt að hlýða á pistlana.

Monday
Aug292011

Ráðstefna um fjármálalæsi 

Stofnun um fjármálalæsi ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Íbúðalánasjóði stóðu fyrir ráðstefnu um fjármálalæsi í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september 2011

Fyrirlestra og glærur má finna hér.

Tuesday
Dec282010

Hvað er fjármálalæsi?

Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Fjármálalæsi felur í sér getuna til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun.

Fjármálalæsi snýst um að sníða sér stakk eftir vexti.

Fjögur meginatriði fjármálalæsis:
1.      Eyddu minna en þú aflar.
2.      Láttu peningana vinna fyrir þig.
3.      Búðu þig undir hið óvænta.
4.      Peningar eru ekki allt

Tuesday
Dec282010

Ný bók

Út er komin bókin „Ferð til fjár - Leiðarvísir um fjármál fyrir ungt fólk“ eftir Breka Karlsson.

Bókin er er ætluð öllum sem vilja bæta fjármálalæsi sitt. Hún fjallar um fjármál einstaklinga og hvernig megi á einfaldan hátt búa þannig í haginn að fjármálin verði sjálfsagður hlutur af tilverunni.

Ferð til fjár hefur að geyma fjölda hagnýtra dæma og verkefna og hentar vel til kennslu í framhaldsskólum. Bókin er meðal annars notuð til kennslu í framhaldsskólum víða um land.

Hún er ómissandi fyrir þá sem hafa áhuga á því hvernig taka megi árangursríkar ákvarðanir í fjármálum daglegs lífs.

Ferð til fjár er á mannamáli.

Bóksala Stúdenta  -  Eymundsson

Page 1 ... 1 2 3 4