Pistlar í útvarp
Frá nóvemberbyrjun 2011 hefur Breki Karlsson verið með fasta vikulega pistla í útvarpsþættinum Samfélaginu í nærmynd á Rás1. Hér er hægt að hlýða á pistlana.
Frá nóvemberbyrjun 2011 hefur Breki Karlsson verið með fasta vikulega pistla í útvarpsþættinum Samfélaginu í nærmynd á Rás1. Hér er hægt að hlýða á pistlana.
Stofnun um fjármálalæsi ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Íbúðalánasjóði stóðu fyrir ráðstefnu um fjármálalæsi í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september 2011
Fyrirlestra og glærur má finna hér.
Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Fjármálalæsi felur í sér getuna til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun.
Fjármálalæsi snýst um að sníða sér stakk eftir vexti.
Fjögur meginatriði fjármálalæsis:
1. Eyddu minna en þú aflar.
2. Láttu peningana vinna fyrir þig.
3. Búðu þig undir hið óvænta.
4. Peningar eru ekki allt
Út er komin bókin „Ferð til fjár - Leiðarvísir um fjármál fyrir ungt fólk“ eftir Breka Karlsson.
Bókin er er ætluð öllum sem vilja bæta fjármálalæsi sitt. Hún fjallar um fjármál einstaklinga og hvernig megi á einfaldan hátt búa þannig í haginn að fjármálin verði sjálfsagður hlutur af tilverunni.
Ferð til fjár hefur að geyma fjölda hagnýtra dæma og verkefna og hentar vel til kennslu í framhaldsskólum. Bókin er meðal annars notuð til kennslu í framhaldsskólum víða um land.
Hún er ómissandi fyrir þá sem hafa áhuga á því hvernig taka megi árangursríkar ákvarðanir í fjármálum daglegs lífs.
Ferð til fjár er á mannamáli.