Bók & sjónvarpsþættir
« Rannsóknir | Main | Ráðstefna OECD um fjármálalæsi »
Wednesday
Sep052012

Aflatún á Íslandi

Stofnun um fjármálalæsi hefur opnað nýtt vefsvæði www.aflatun.is samhliða því að Aflatún námsefnið hefur verið tekið til tilraunakennslu í Grunnskóla Bolungarvíkur. Aflatún er námsefni fyrir börn og unglinga í fjármálalæsi, samfélagsábyrgð og nýsköpun, og nær til 1,3 milljón barna í 94 löndum.

Ennfremur stóð Stofnun um fjármálalæsi fyrir fyrsta námskeiði fyrir tilvonandi kennara og leiðbeinendur þann 6. og 7. september 2012. Leiðbeinendur voru Paul Moclair verkefnastjóri Afla-Academy og Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

Haldið verður annað námskeið haustið 2013. Námskeiðið er grunnskólakennurum og leiðbeinendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar er að finna á www.aflatun.is