Bók & sjónvarpsþættir
« Aflatún á Íslandi | Main | Fjármálalæsi Íslendinga hrakar »
Tuesday
May152012

Ráðstefna OECD um fjármálalæsi

Stofnun um fjármálalæsi tók þátt í ráðstefnu OECD um fjármálalæsi í Madrid dagana 7.-11 maí 2012. Breki Karlsson, forstöðumaður tók þátt í sérstakri vinnustofu um fjármálalæsisþátt PISA rannsóknarinnar, þar sem þátttakendur lögðu mat á fyrstu umferð PISA rannsóknarinnar í fjármálalæsi sem gerð var í 19 löndum (þó ekki á Íslandi). Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Breki tók á dögunum einnig þátt í árlegri ráðstefnu Child&Youth Finance International (CYFI), þar sem hann kynnti niðurstöður rannsóknar á fjármálalæsi Íslendinga. Ráðstefnan var haldin í Amsterdam dagana 2. til 4. apríl 2012. Stofnun um fjármálalæsi er einn stofnaðila CYFI. Frekari upplýsingar um samtökin og ráðstefnuna má finna hér.