Fjármálalæsi Íslendinga hrakar
Fjármálalæsi Íslendinga hrakar samkvæmt nýrri rannsókn Stofnunar um fjármálalæsi, sem unnin var í samstarfi við sálfræðisvið viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þekking, viðhorf og hegðun Íslendinga í fjármálum var rannsökuð og borin saman við rannsókn Stofnunar um fjármálalæsi frá 2008.
Meðal helstu niðurstaðna:
- Þekkingu hrakar milli ára, 53% rétt svör árið 2008 en 47% árið 2011.
- Færri halda heimilisbókhald nú en áður, en heimilisbókhald er einmitt vísbending um góða stjórnun á eigin fjármálum.
- Tuttugu prósent færri nýta yfirdrátt og hann er að meðaltali þriðjungi lægri.
- Fimmtánoghálft prósent ná ekki endum saman þriðja hvern mánuð eða oftar.
- Jafnmargir hafa miklar áhyggjur af fjármálum sínum og áður.
- Tæplega helmingur þátttakenda vill ekki taka áhættu þegar kemur að sparnaði.
Frekari upplýsingar um rannsóknina má finna hér.